Acidophilus á meðgöngu

16.04.2007

Kæra ljósmóðir,
Ég eins og margar aðrar konur á meðgöngu hef verið að eiga við hægðatregðu og gyllinæð.  Er mér óhætt að taka inn Acidophilus? Ég er komin 26 vikur?

Bestu kveðjur
Jóna


Komdu sæl Jóna.

Það er í lagi að taka Acidophilus á meðgöngu þar sem um náttúrulega gerla er að ræða sem finnast í líkamanum. 

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. apríl 2007.