Fíkniefni

06.06.2012
Hæhæ

Ég tel mig vita að ekki er gott að neyta áfengis eða fíkniefna á meðgöngu. En mig langar að fá hreint og beint svar með hvað hefur getað gerst fyrir fóstur gengið á 5.viku vegna neyslu minnar á áfengi, tóbaki og örvandi fíkniefnum á viku 4. Er hægt að sjá í segjum snemmsónar eða blóðprufum hvort barnið hafi hlotist meiriháttar skaða af? Eru dæmi um missi eða fæðingagalla í svipuðum dæmum? Fíkniefni eru að sjálfsögðu skaðleg sjálfri mér og eru þau þá ekki lífshættuleg svo óþroskuðu fóstri eða er það kannski skárra að ég hafi gert þetta svona snemma á meðgöngu frekar en síðar? Ég vil taka það fram að ég vissi ekki að ég væri þunguð.
Takk fyrir hjálpina.Sæl!

Ég skil vel að þú hafir áhyggjur af fóstrinu þínu. Því miður er ekki hægt að útiloka með blóðprufum eða sónarskoðun hvort fóstrið hafi hlotið skaða af þessari neyslu en auknar líkur eru á fósturláti.
það mikilvægasta sem þú getur gert núna er að hætta strax allri neyslu og ræða við ljósmóðir í mæðravernd um neyslusögu þína, hún getur aðstoðað þig. Einnig bendi ég þér á að lesa um áfengi og fíkniefni á meðgöngu og bækling um áfengi og fíkniefni á meðgöngu á PDF formi.

Gangi þér vel

Með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
6. júní 2012