Spurt og svarað

24. janúar 2008

Flekkir fyrir augunum

Sælar og takk fyrir frábæran vef!

Ég er gengin rétt tæplega 29 vikur og er farin að fá svona flekki fyrir augun. Ef ég horfi lengi á sama hlutinn þá sé ég flekki alls staðar annars staðar þegar ég lít í burtu. Þetta á sérstaklega við um ef ég horfi á litaða hluti (ekki svart og hvítt sem sagt). Blóðþrýstingurinn hjá mér er örlítið í hærri kantinum (segir mín ljósmóðir) 150/80 í síðustu skoðun. En annað hefur gengið mjög vel.

Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?


Sæl og blessuð!

Þar sem þú nefnir að blóðþrýstingurinn sé í hærri kantinum þá vil ég ráðleggja þér að fá að koma í aukaskoðun í mæðravernd því þetta getur verið einkenni um alvarlega meðgöngueitrun. Þetta getur líka verið alveg saklaust en bara vissara að láta mæla blóðþrýstinginn og athuga með prótein í þvaginu.

Vona að allt gangi vel hjá þér.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
24. janúar 2008.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.