Flensa á meðgöngu

07.04.2008

Vil byrja á því að segja að þetta er alveg frábær vefur hjá ykkur.

Ég er komin 34 vikur á leið og náði mér í þessa flensu sem að er að ganga.  Ég er með kvef, hálsbólgu, hita og mikla beinverki. Hefur þetta einhver áhrif á barnið? Ætti ég að tala við lækni um þetta?

Maíbumba


Komdu sæl

Nei þetta hefur sennilega engin áhrif á barnið en ef þú ert með mikinn hita líður því ekkert sérlega vel þannig að þá er ráð að taka panodil/paratabs sem eru hitalækkandi og þú mátt taka á meðgöngu.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
7. apríl 2008.