Æðaflækja

07.01.2014
Komdu sæl.
Hvað getur þú sagt mér um æðaflækjur í legveggnum? Nú er staðan sú að við 13 vikna ómskoðun kom í ljós eitthvað fyrirbæri sem líklega kallast æðaflækja. Ég sé ekkert á netinu um þetta, fer í viðtal til læknis í næstu viku en finnst biðin alveg skelfilega löng. Er eitthvað sem þú getur frætt mig um?
Bestu kveðjur og takk fyrir góðan vef, HelgaSæl  Helga.
Þetta er frekar sjaldgæft og því best að þú fáir ráðgjöf og upplýsingar frá læknum Kvennadeildar. Ég veit að biðin er löng en læknarnir þurfa stundum að lesa sér til og ráðfæra sig við aðra sérfræðinga.
Gangi þér vel.


Kveðja,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeildar