Flug á meðgöngu

16.01.2013
Sælar.
Ég var að pæla hvort það sé í lagi fyrir mig að fljúga þegar ég er komin 20 vikur á leið? Er með insúlínháða sykursýki, færi á fimmtudegi og kæmi til baka á sunnudegi, þetta er tveggja tíma flug.
Takk takk :)
Sæl!
Ef ef sykursýkin er undir góðri stjórn er allt í lagi að fara í tveggja tíma flug, passaðu þig bara að hafa með þér blóðsykurmælinn, strimla, nálar, insúlín og eitthvað sem hækkar blóðsykur ef þú skyldir falla. Einnig vil ég benda þér á bæklinginn „flug á meðgöngu“ hér á síðunni.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. Janúar 2013