Flug og verkir í byrjun meðgöngu

22.08.2011

Hæhæ.

Málið er að ég er núna í útlöndum og komst aðþví rétt fyrir flugið mitt út að ég væri ólétt.  Ég er ekki alveg með á hreinu hvað ég er komin langt en ég reikna með að ég sé komin rétt rúman mánuð.  Eftir rúmar 3 vikur flýg ég heim og vildi athuga hvort það væri ekki alveg örugglega öruggt.  Svo er annað ég er búin að vera með smá kviðverki síðustu þrjá daga, ekkert ólíkir þeim verkjum sem ég fæ við blöðrubólgu ( nema koma ekki þegar ég pissa og virðast ekki tengjastþvagi), er það eðlilegt?

Með fyrirfram þökk.
Komdu sæl.

Já það er í lagi að fljúga meðgöngunnar vegna þegar þú ert komin svona stutt á leið.  Blóðtappahætta eykst þó á meðgöngu og ættir þú að hreyfa þig í fluginu og drekka vel af vatni.

Kviðverkir eru algengir í byrjun meðgöngu og oftast alveg meinlausir.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
22. ágúst 2011.