Rifnaði í fæðingu, vandamál með þvag

12.09.2014

Langar að þakka fyrir góðan vef, hann hjálpaði mikið á meðgöngunni, mig langar að spyrja varðandi vandamál mitt sem ég er enn að glíma við. Dóttir mín er 13 mánaða í dag, mér finnst erfitt að ræða þetta en ég rifnaði þó nokkuð í fæðingunni og fékk smá gyllinæð í kjölfarið. Dóttir mín kom 4 vikum fyrir tímann og held ég það það sé vegna þess hversu mikinn bjúg ég fékk þann dag, mér finnst ég enn vera með smá bjúg, ég hef átt erfitt með að ná af mér þessum auka kílóum þó svo ég passi mataræðið og hreyfi mig 6 daga vikunnar. Mér finnst það tengjast málinu á einhvern hátt. En svo að ég komi mér að málinu þá á ég enn erfitt með að halda þvagi, vill oft bara leka smá út, þó ég geri grindarbotnsæfingar á hverjum degi og það er eins og það leki vökvi út um endaþarminn, hvað getur þetta verið?

Kær kveðja, áhyggjufulla konan

Sæl vertu og bestu þakkir fyrir bréfið þitt.

Ég hvet þig eindregið til að panta tíma hjá kvensjúkdóma- og fæðingarlækni vegna þessa vanda sem þú spyrð um. Það er ekki eðlilegt að missa þvag, þó stundum geti slíkt gerst í stuttan tíma eftir fæðingu, en lagast með æfingum. Einnig er full þörf á að kanna hvað veldur því að þú upplifir að leki vökvi út um endaþarminn. Vona að þetta svari að einhverju leyti spurningum þínum.

Björg Sigurðardóttir, ljósmóðir,
12. september 2014.