Spurt og svarað

03. september 2012

Æðahnútar

Góðan dag
Mig langaði að athuga hvort konur hafa verið gangsettar vegna slæmra æðahnúta og verkja í fótum og börmum?Sæl!
Þegar ákvörðun um gangsetningu er tekin þegar ekki er verið að gangsetja vegna meðgöngulengdar eru kostir og gallar þess að gangsetja alltaf metnir ef 40 vikum er ekki náð. Í sumum tilfellum er gangsett áður en 40 vikum er náð ef áframhaldandi meðganga stefnir heilsu móður og barns í hættu.
Æðahnútar á börmum eru nokkuð algengt vandamál á meðgöngu sem fara oftast eftir að barnið fæðist. Æðahnútar einir og sér eru almennt séð ekki næg ástæða til að gangsetja fyrir 40 vikur. Þrátt fyrir að geta valdið móðurinni töluverðum óþægindum á meðgöngunni eru þeir venjulega ekki til vandræða í fæðingunni. Þú gætir prófað að leggja kælibakstra á æðahnútana og forðast að sitja mikið, svo máttu einnig taka parasetamol ef þú hefur verki í þeim.
Þó svo að æðahnútar séu algengt vandamál á meðgöngu og oftast ekki til vandræða er ástæða til að fylgjast með þeim, ég ráðlegg þér því að sýna ljósmóður í mæðravernd æðahnútana.
Gangi þér vel


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
3. september 2012

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.