Spurt og svarað

08. mars 2010

Flúoxetín á meðgöngu

Er í lagi að vera á Flúoxetíni ef maður er óléttur?


Sæl og blessuð!

Það er komin nokkuð góð reynsla á notkun þessa lyfs á meðgöngu og ekkert sem bendir til þess að það auki líkur á fósturskaða eða fósturláti. Þegar lyfið er notað við lok meðgöngu er það hins vegar talið geta haft áhrif nýburann og getur hugsanlega valdið því að nýburinn sýni einkenni s.s. pirring, skjálfta, minnkaðan vöðvakraft, viðvarandi grát, sogvandamál eða svefnerfiðleika. Það er einnig hugsanlegt að börn mæðra sem taka lyfið á síðasta þriðjungi meðgöngu fæðist frekar fyrir tímann og þurfi aðstoð við öndun og innlögn á vökudeild.

Þú ættir að ráðfæra þig við lækni því á meðgöngu er mikilvægt að fara yfir alla lyfjanotkun og vega og meta áhættuna til móts við ávinninginn af lyfjainntökunni. 

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. mars 2010.

Leitarorð: fluoxetine

Heimildir:
http://www.womens-health.co.uk/prozac.asp
http://www.lyfjastofnun.is

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.