Flúoxetín á meðgöngu

08.03.2010

Er í lagi að vera á Flúoxetíni ef maður er óléttur?


Sæl og blessuð!

Það er komin nokkuð góð reynsla á notkun þessa lyfs á meðgöngu og ekkert sem bendir til þess að það auki líkur á fósturskaða eða fósturláti. Þegar lyfið er notað við lok meðgöngu er það hins vegar talið geta haft áhrif nýburann og getur hugsanlega valdið því að nýburinn sýni einkenni s.s. pirring, skjálfta, minnkaðan vöðvakraft, viðvarandi grát, sogvandamál eða svefnerfiðleika. Það er einnig hugsanlegt að börn mæðra sem taka lyfið á síðasta þriðjungi meðgöngu fæðist frekar fyrir tímann og þurfi aðstoð við öndun og innlögn á vökudeild.

Þú ættir að ráðfæra þig við lækni því á meðgöngu er mikilvægt að fara yfir alla lyfjanotkun og vega og meta áhættuna til móts við ávinninginn af lyfjainntökunni. 

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
8. mars 2010.

Leitarorð: fluoxetine

Heimildir:
http://www.womens-health.co.uk/prozac.asp
http://www.lyfjastofnun.is