Spurt og svarað

20. apríl 2007

Flutningur milli landa á meðgöngu

Sæl verið þið. Ég er búsett í Danmörku og flyst til Íslands á 18v
meðgöngu. Hvert á ég að snúa mér við heimkomuna og hvert á ég að leita til að komast í meðgönguvernd?  Ég reikna með að þurfa að komast í sónar á 19-20 viku og gott væri að getað undirbúið það með góðum fyrirvara áður en ég flyt heim. Ég byrja líklega í einhverju eftirliti hér í DK, hef ekki enn komið mér í að athuga það og gott er að vita hvaða gögn ég þurfi að halda upp á og taka með við flutninginn.

Með fyrirfram þökk, Dögg.


 

Þú getur leitað á heilsugæslustöðina í hverfinu sem þú kemur til með að búa í og pantað tíma þar hjá ljósmóður.  Ef þú ferð til ljósmóður fljótlega eftir heimkomuna getur þú fengið beiðni hjá henni fyrir 20 vikna sónarnum.  Það er samt gott fyrir þig að vera búin að hringa á fósturgreingardeildina og panta tíma í 20 vikna sónar. 

Það er ágætt ef þú getur komið með afrit úr þeim skoðunum sem gerðar hafa verið úti og af öllum blóðprufum og öðrum rannsóknum sem gerðar hafa verið á meðgöngunni.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
20. apríl 2007.

Komdu sæl
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.