Æðahnútar

28.04.2015

Sæl og takk fyrir góðan vef.  Ég er farin að velta fyrir mér fæðingunni, er nú gengin 27 vikur og er með mikla æðahnúta á öðrum barminum. Ég var látin hætta að vinna fyrir viku síðan vegna þess. Hvernig er með fæðingu og svona æðahnúta, geta þeir  rifnað,  og getur það þá haft einhver langvarandi áhrif  þarna niðri ? Ég er farin að kvíða svolítið fyrir að fæða með þetta því ég er með miklar bólgur og mjög aum í þessu. Hafa konur einhvern tímann verið settar í keisara vegna slæmra æðahnúta eða eru þær alltaf látnar fæða ???

 

Heil og sæl, almennt sagt og án þess að hafa skoðað þig má segja að æðahnútar skipta ekki máli þegar kemur að fæðingunni. Æðahnútarnir hjaðna að miklu leyti og stundum alveg  eftir fæðinguna og oftast nær þarf ekkert að gera. Mér vitanlega hafa ekki verið gerðir keisaraskurðir vegna æðahnúta. Gangi þér vel.

 Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28. apríl 2015