Spurt og svarað

28. apríl 2015

Æðahnútar

Sæl og takk fyrir góðan vef.  Ég er farin að velta fyrir mér fæðingunni, er nú gengin 27 vikur og er með mikla æðahnúta á öðrum barminum. Ég var látin hætta að vinna fyrir viku síðan vegna þess. Hvernig er með fæðingu og svona æðahnúta, geta þeir  rifnað,  og getur það þá haft einhver langvarandi áhrif  þarna niðri ? Ég er farin að kvíða svolítið fyrir að fæða með þetta því ég er með miklar bólgur og mjög aum í þessu. Hafa konur einhvern tímann verið settar í keisara vegna slæmra æðahnúta eða eru þær alltaf látnar fæða ???

 

Heil og sæl, almennt sagt og án þess að hafa skoðað þig má segja að æðahnútar skipta ekki máli þegar kemur að fæðingunni. Æðahnútarnir hjaðna að miklu leyti og stundum alveg  eftir fæðinguna og oftast nær þarf ekkert að gera. Mér vitanlega hafa ekki verið gerðir keisaraskurðir vegna æðahnúta. Gangi þér vel.

 Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
28. apríl 2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.