Fólínsýra og fljótandi járn

31.01.2009

Góða kvöldið og takk fyrir frábæran vef.

Ég geng með mitt 4 barn og ætti því að vera orðin ansi vön;) en það breytist svo margt á mörgum árum þannig að mig langar að spyrja hvort það sé ekki ráðlegt að taka inn fólínsýru alla meðgönguna ég er gengin tæplega 24 vikur og hef tekið fólínsýru frá byrjun. Svo er ég einnig að byrja að taka inn járn samkvæmt læknisráði og er að velta fyrir mér hvort að það sé ekki allt í lagi að taka inn fljótandi járn úr Heilsuhúsinu?

Kær kveðja og enn og aftur takk fyrir frábæran vef.


Sæl og blessuð!

Það er mælt með því að taka inn fólínsýru fyrstu 3 mánuði meðgöngunnar en það er í góðu lagi að taka hana inn alla meðgönguna. Það er fínt að taka inn fljótandi járn og það fer betur í magann á sumum konum.

Gangi þér vel!

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
31. janúar 2009.