Spurt og svarað

14. febrúar 2007

Fontex á meðgöngu

Nú ætlum við skötuhjúin að fara að reyna að eignast barn, málið er hins vegar það að ég er á fontex og læknirinn minn vill helst ekki að ég hætti að taka það, enda verð ég nánast óvinnufær í kvíðaköstum ef ég nota það ekki en líður mjög vel noti ég það. spurningin er sem sagt hvort að eitthvað sé þekkt með þetta lyf.


Sæl og blessuð og takk fyrir að leita til okkar!

Ég mæli með því að þú ræðir fyrirhugaðar barneignir við lækninn þinn og hvort ávinningur þess að halda áfram að taka inn þetta lyf sé meiri en hugsanleg áhætta. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég fann í Sérlyfjaskránni á vef Lyfjastofnunar bendir margt til þess að notkun lyfsins á meðgöngu valdi ekki vansköpun. Þar segir að nota megi lyfið á meðgöngu, en gæta skuli varúðar, sérstaklega á seinnihluta meðgöngu eða skömmu fyrir fæðingu því dæmi eru um eftirfarandi einkenni hjá nýburum: óværð, skjálfti, slekja, mikill grátur, erfiðleikar með að sjúga eða sofa.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
14. febrúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.