Æðahnútar

20.07.2007

Ég er farin að taka eftir stórum æðahnútum á annarri löppinni. Er hægt að losna við þá einhvern vegin?


Sæl

Nei, það er ekki hægt að losna við þá einn, tveir og þrír, ef þeir eru á kálfa svæðinu þá er hægt að nota stuðningssokka ef þú finnur fyrir óþægindum. Þetta ástand ætti að lagast er meðgöngu líkur og álag á æðakerfið minnkar, ef það gerist ekki þarftu að leita læknis sumar konur þurfa að fara í aðgerð til að láta fjarlægja æðahnúta.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
20. júlí 2007.