Æðahnútar

21.08.2007

Sælar, ég var að spá í einu.

Ég er oft frekar þrútin á börmunum og finn fyrir óþægindum þar. Sérstaklega ef ég hef setið lengi. Ef ég er með æðahnúta þar er það hættulegt? Eða er þetta eitthvað sem er óhjákvæmilegt en hægt að meðhöndla?

Bestu þakkir fyrir góðan vef, Elísabet.


Sæl!

Þetta er ástand sem fylgir meðgöngunni, þar  sem aukið blóðflæði er á þessu svæði. Það er lítið hægt að gera nema að kæla ef óþægindi verða mikil og passa sig á að sitja eða standa ekki lengi í einu.  Gangi þér vel.

Kveðja,

Tinna Jónsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
21. ágúst 2008.