Framboð á foreldrafræðslunámskeiðum

25.02.2008

Sælar ljósmæður

Ég er í mestu vandræðum með að finna foreldrafræðslunámskeið, tilheyri Árbæ og þar verður ekkert námskeið. Hringdi í Grafarvoginn og þar verður kannski e-h í mars eða apríl og ég er sett í lok mars. Var búin að panta í Hreyfilandi en það fellur væntanlega niður vegna dræmrar þáttöku... þannig ég er alveg ráðþrota en vill endilega komast á námskeið þar sem þetta er fyrsta barn okkar og ég geri mér litla grein fyrir því sem koma skal í sambandi við fæðingu :)

 


Komdu sæl

Haldin eru fæðingarfræðslu námskeið að jafnaði einu sinni í mánuði á flestum heilsugæslustöðvum og hefur það að mestu annað eftirspurn. Ef pantað er nógu snemma eru miklar líkur á að komast á námskeið. Hæfileg meðgöngulengd í upphafi námskeiðs er á bilinu 28-32 vikur, en ráðlegt er að ljúka námskeiðinu ekki síðar en við 36 vikna meðgöngu.

Nokkrar heislugæslustöðvar sameinast um námskeið td. Mosfellsbær og Árbær,

Miðstöð mæðraverndar er einnig með námskeið fyrir einstæðar mæður, tvíburaforeldra, enskumælandi og pólskumælandi pör, fræðsla fyrir verðandi feður og fræðsla um brjóstagöf. Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is

Einnig er þér velkomið að hringja í Miðstöð mæðraverndar s 5851400 fyrir hádegi á miðvikudögum og föstudögum til að fá nánari upplýsingar

Bestu kveðjur

Guðrún Guðmundsdóttir,
l
jósmóðir, IBCLC, Miðstöð Mæðraverndar. 
25.2.2008