Spurt og svarað

25. febrúar 2008

Framboð á foreldrafræðslunámskeiðum

Sælar ljósmæður

Ég er í mestu vandræðum með að finna foreldrafræðslunámskeið, tilheyri Árbæ og þar verður ekkert námskeið. Hringdi í Grafarvoginn og þar verður kannski e-h í mars eða apríl og ég er sett í lok mars. Var búin að panta í Hreyfilandi en það fellur væntanlega niður vegna dræmrar þáttöku... þannig ég er alveg ráðþrota en vill endilega komast á námskeið þar sem þetta er fyrsta barn okkar og ég geri mér litla grein fyrir því sem koma skal í sambandi við fæðingu :)

 


Komdu sæl

Haldin eru fæðingarfræðslu námskeið að jafnaði einu sinni í mánuði á flestum heilsugæslustöðvum og hefur það að mestu annað eftirspurn. Ef pantað er nógu snemma eru miklar líkur á að komast á námskeið. Hæfileg meðgöngulengd í upphafi námskeiðs er á bilinu 28-32 vikur, en ráðlegt er að ljúka námskeiðinu ekki síðar en við 36 vikna meðgöngu.

Nokkrar heislugæslustöðvar sameinast um námskeið td. Mosfellsbær og Árbær,

Miðstöð mæðraverndar er einnig með námskeið fyrir einstæðar mæður, tvíburaforeldra, enskumælandi og pólskumælandi pör, fræðsla fyrir verðandi feður og fræðsla um brjóstagöf. Sjá nánar á www.heilsugaeslan.is

Einnig er þér velkomið að hringja í Miðstöð mæðraverndar s 5851400 fyrir hádegi á miðvikudögum og föstudögum til að fá nánari upplýsingar

Bestu kveðjur

Guðrún Guðmundsdóttir,
l
jósmóðir, IBCLC, Miðstöð Mæðraverndar. 
25.2.2008

 

 

 


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.