Spurt og svarað

18. september 2008

Framhöfuðstaða eða ekki?

Komið þið sælar og takk fyrir góðan og gagnlegan vef.

Tengdadóttir mín er erlend og skilur ekki íslensku. Hún er komin á tíma með sitt fyrsta barn og biður mig að spyrja hvort hægt sé að sjá í sónar hvort barnið sé rétt skorðað. Hún veit að barnið er skorðað með höfuðið niður í mjaðmagrind en hvort það er bakhöfuðstaða eða framhöfuðstaða veit hún ekki. Er hægt að sjá þetta með einhverjum hætti, eða er höfuð barnsins á hreyfingu þrátt fyrir að það sé skorðað.

Bestu þakkir
Komdu sæl

Það hefur engan tilgang að skoða það í sónar hvort barnið snúi rétt eða sé í framhöfuðstöðu því mikill meirihluti barna sem eru í framhöfuðstöðu í byrjun fæðingar snúa sér í fæðingunni og koma út á réttan hátt.

Bestu kveðjur og takk fyrir hvatninguna.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
17. september 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.