Spurt og svarað

28. apríl 2008

Frumubreytingar og meðganga

Sælar kæru ljósmæður.

Þannig er mál með vexti að fyrir 1 mán síðan fór ég í krabbameinsskoðun og lét fjarlægja lykkjuna hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Í dag fékk ég skilaboð frá lækninum mínum um að vægar frumubreytingar hefðu greinst í sýninu mínu og ég þyrfti að koma aftur eftir 6 mán í krabbameinsskoðun. Ég fékk ekki nánari upplýsingar sem mér finnst frekar óþægilegt þar sem við erum farin að hyggja að frekari barneignum eða ég mögulega orðin ófrísk.

Ég var því að vona að þið gætuð veitt mér smá upplýsingar.

1. Á ég að fresta því að verða ófrísk þangað til þessir 6 mán eru liðnir?

2. Hafa þessar frumubreytingar áhrif á meðgöngu eða fóstur?

Ein pínu áhyggjufull.


Komdu sæl

Vægar frumubreytingar ganga oft til baka, eða haldast áfram svona vægar, þannig að það er kannski ekki nauðsynlegt að fresta barneignum þeirra vegna.  Ef þú verður hinsvegar ekki orðin ófrísk eftir 6 mánuði skaltu fara í skoðun eða þá 6 vikum eftir fæðingu, því það er nauðsynlegt að láta fylgjast vel með þessu.

Vægar frumubreytingarnar hafa engin áhrif á fóstrið né meðgönguna.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
28. apríl 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.