Frunsa

12.04.2008

Sælar!

Þetta er kannski heimskuleg spurning en ég ætla að láta hana flakka. Geta frunsur smitast frá vörum yfir á kynfæri? Málið er að maðurinn minn er að fá frunsu og hann var að „þjónusta“ mig í gær og allt í einu í kvöld er ég orðin svona stokk bólgin (skapabarmarnir) og mig klæjar alveg hrikalega:(

Er þessi möguleiki fyrir hendi og ef svo er, er það þá hættulegt fyrir barnið? Getur meðferðin eða lyfin skaðað fóstrið?

Með von um skjót svör, mamma komin 22vikur á leið.


Sæl og blessuð!

Frunsa er af völdum veirunnar Herpes simplex sem getur líka valdið kynfæraáblæstri. Það er fjallað um Herpes á Ástráði, vef læknanema. Ef þú telur þetta vera Herpes þá ættir þú að leita til læknis og fá úr því skorið.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. apríl 2008.