Spurt og svarað

26. janúar 2007

Frunsulyfin Vectavir og Zovirax á meðgöngu

Sælar!

Er óhætt að nota frunsumeðalið Vectavir á 13. viku meðgöngu?  Það hafa verið einhverjar umræður um það á netinu og á einum stað er það haft eftir
fæðingarlækni að í lagi sé að nota Vectavir fram á 20. viku en eftir það sé í lagi að nota Zovir.

Bestu kveðjur.


Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Það er ekki hægt að svara þessu með neinni vissu.

Á vefnum www.safefetus.com er fjallað um öryggi lyfja á meðgöngu og við brjóstagjöf. Þar er Vectavir kremið flokkað í C-flokk sem þýðir að annað hvort hafa rannsóknir á dýrum leitt í ljós mögulega fósturskaða eða þá að ekki hafa verið gerðar rannsóknir á dýrum eða konum á meðgöngu. 

Zovir krem fellur hins vegar í B-flokk sem þýðir að niðurstöður dýrarannsókna hafa ekki sýnt fram á fósturskaða en engar rannsóknir hafa verið gerðar á konum á meðgöngu. Það getur einnig þýtt að dýrarannsóknir hafi sýnt fram á mögulega fósturskaða en rannsóknir á konum hafi hins vegar ekki staðfest mögulega fósturskaða á fyrsta þriðjungi meðgöngu og ekkert sem bendir til þess að lyfið getið verið skaðlegt á öðrum og þriðja þriðjungi meðgöngu.

Eins og þú sérð þá er ekki auðvelt að svara þessu. Það er í raun alltaf þannig að það þarf að meta ávinning þess að taka lyfið til móts við mögulega áhættu sem af því stafar. Ég vil því ráðleggja þér að ráðfæra þig við lækni varðandi notkun frunsulyfja á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. janúar 2007.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.