Frystur grafinn lax

12.07.2011

Góðan daginn!

Mig langar að athuga hvort það sé í lagi að borða grafinn lax á meðgöngu ef hann er frystur í viku fyrir neyslu til að drepa hugsanlegar bakteríur.

Kveðja B.


Sæl og blessuð!

Eins og kemur fram í öðru svari hér á vefnum þá er Listerían (bakterían sem getur verið í hráum laxi) frostþolinn þannig að frysting á laxinum dugar ekki til að drepa hana.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
12. júlí 2011.