Fylgir meiri þreyta tvíburameðgöngu?

11.12.2007

Ég var að velta því fyrir mér hvort maður sé þreyttari ef maður er með tvíbura? Ég á eitt barn fyrir og er kominn 9 vikur og er þreytt allan daginn. Ég á satt að segja erfitt með að halda mér vakandi. Fann aldrei fyrir þessu á síðustu meðgöngu. Er þetta kannski bara misjafnt eftir meðgöngum? Það er svolítið um tvíbura í fjölskyldunni.

Kveðja, þreytt.


Sæl þreytta!

Hver meðganga er einstök og einkenni geta verið mismikil. Það er líka alveg rétt að öll meðgöngueinkenni geta verið ýktari þegar kona gengur með tvíbura.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2007.