Fylgja á fram- eða afturvegg?

20.03.2012
Ég var að velta fyrir mér hvort að það gæti verið mismunandi milli meðganga hvort fylgjan er á afturvegg eða framvegg legsins? Á fyrri meðgöngu hjá mér var fylgjan á afturvegg og ég fann og sá miklar hreyfingar en ekki núna og ég er komin 20 vikur. Getur verið að fylgjan sé á framveggnum á þessari meðgöngu og ég finni þess vegna minna fyrir hreyfingum?


Já það er ekki víst að fylgja sé á afturvegg legsins núna þó að hún hafi verið það í síðustu meðgöngu. Þú getur fengið upplýsingar um fylgjustaðsetningu í 20 vikna sónar. Ef fylgjan er á framvegg legsins er líklegt að þú munir ekki finna eins mikið fyrir hreyfingum og á síðustu meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. mars 2012.