Spurt og svarað

13. febrúar 2008

Fylgja tvískipt.

Sælar og blessaðar góðu konur og takk fyrir góðan vef.

Hér sæki ég þær upplýsingar sem mig vantar og finnst gott að eiga ykkur að.Nú er þannig mál með vexti að ég er komin á 20 viku minnar annarar meðgöngu. Fylgjan er eitthvað að stríða og er fyrirsæt. Eftir samdrætti fór ég svo í aukaskoðun og við þá sónarskoðun kom í ljós að hún væri tvískipt. Og eins og strengur á milli. Þetta á ekkert að vera neitt vandamál, þó við viljum fylgjast betur með þessu bæði fæðingarlæknir og við foreldrarnir.

Mín spurning til ykkar er hvort þetta þekkist, hafið þið heyrt um þetta áður? Eru til dæmi um tvískipta fylgju? Eru síður eða bækur þar sem ég gæti fundið upplýsingar um þetta mér til gagns og gamans? Gætu þetta verið einhverjar leifar af öðru fóstri? Er tvíburi í felum sem sést ekki á mynd? (hugmyndaflugið fer á flug í takt við hormónana...)

Með von um svör.

Kveðja, Anna 19 vikur og daga.


Sæl Anna!

Það er vel þekkt að fylgja geti verið tvískipt og þá liggja æðar á milli hlutanna. Þetta er ekki óeðlilegt og ætti ekki að hafa áhrif á gang meðgöngu og fæðingar í sjálfu sér. Hins vegar getur það haft áhrif er fylgjan eða æðar eru fyrirsætar.  Væntanlega verður það skoðað vel áður en kemur að fæðingu. 

Kær kveðja,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
Hulda Hjartardóttir,
fæðinga- og kvensjúkdómalæknir LSH,
13. febrúar 2008.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.