Spurt og svarað

20. desember 2012

Fylgjan

Sælar.
Ég var að spá hvort maður gæti heyrt með hlustunarpípu þegar blóðið frá móðurinni streymir inn í kögurbilið (minnir að það heiti það) á fylgjunni? Var nefnilega að prufa að hlusta með hlustunarpípu til að athuga hvort ég heyrði eitthvað og þá heyrði ég svona veikt púlshljóð með svona smá kvissi sem var í takt við minn hjartslátt. Fór að spá hvort fylgjan gæti kannski verið staðsett þar. Er á 15 viku meðgöngu núna. Getur maður fundið fyrir því hvar fylgjan er?
Takk fyrir flotta síðu


Til hamingju með þungunina.
Þær heimildir sem ég hef fundið varðandi hlustun á fósturhjartslætti með hlustunarpípu sýna að það sé mögulegt um og uppúr 20 viku meðgöngu en þó fari það mjög eftir staðsetningu fylgju, holdafari móður og stellingu fósturs.
Margar konur sem hafa reynt þetta lenda að því er virðist á sínum eigin púls enda stórar slagæðar sem þarna liggja, fósturhjartslátturinn er þekkjanlegur á hraðari púlsi um 120-160 slög á mínútu.
Staðsetning fylgju er staðfest í 20 vikna sónar, það helsta sem þær sem eru með fylgju á framvegg finna eru minni hreyfingar að öðru leiti er erfitt að meta fylgjustaðsetningu nema með ómskoðun.
Með bestu kveðju og ósk um gleðileg jól

Margrét Unnur Sigtryggsdóttir,
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
20. desember 2012

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.