Fylgjulos og kynlíf

20.02.2012

Sæl.

Nú hef ég lent í fylgjulosi á fyrri meðgöngu sem olli fyrirburafæðingu. Var þó ekki í neinum áhættuhópi þegar það gerðist. Ég veit að það eru auknar líkur á fylgjulosi á meðgöngum eftir að slíkt hefur átt sér stað einu sinni og er að velta fyrir mér mögulegum áhættuþáttum. Er t.d. í lagi að stunda kynlíf á meðgöngu við þessar aðstæður?


 

Komdu sæl.

Þú ættir að ræða það við þína ljósmóður og lækni þar sem staðsetning fylgjunnar hefur töluvert með svarið að segja. 


Kveðja,


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
20. febrúar 2012.