Æðahnútar á börmum

29.07.2008

Sæl

Ég geng með mitt annað barn, komin rúmar 21 viku á leið og fann ekki fyrir þessu á síðustu meðgöngu. Ég held ég sé með æðahnúta á börmum og langar að vita hvort það sé ekki óhætt að stunda kynlíf þrátt fyrir þá?

kærar kveðjur

óléttan


Sæl

Jú það er óhætt að stunda kynlíf þrátt fyrir æðahnúta.  Venjulega hverfur þetta eftir fæðingu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
29. júlí 2008
.