Ofnæmislyf og býflugnastunga

02.09.2015

Góðan dagi! mig langaði að vita hvort mér væri óhætt að taka ofnæmislyf eftir býflugnastungu en ég hef sterkan grun um að ég sé ófrísk. Það eru ekki komnar tvær vikur svo ég hef ekki tekið próf en ég er með mjög sterk einkenni þungunar svo ég vil ekki taka neina áhættu. Ég bólgnaði hratt og er rauð á dálítið stóru svæði en ég vil samt ekki gera neitt sem gæti orðið til þess að skaða nýfrjóvgað eggið. Er eitthvað sem ég get gert eða á ég bara að bíða og sjá hvort þetta hjaðnar? ég tek sjaldan ofnæmislyf eða nokkur lyf yfir höfuð en ég vil heldur ekki eiga á hættu að fá bráðaofnæmi fyrir býflugum því ég er býflugnabóndi! á netinu eru mjög misvísandi svör um hvort óhætt sé að taka ofnæmislyf eða ekki ef kona er þunguð svo ég vildi fá svör frá ljósmóður til að vera alveg viss. kær kveðja, Ólöf

Heil og sæl, þér er alveg óhætt að taka ofnæmislyf, ef þú ert ófrísk þá er eggið ekki búið að grafa sig inn í legvegginn og það eru ekki komin blóðskipti á milli þín og fóstursins. Gangi þér vel.