Fyrsta skoðun

22.01.2008

Sæl Anna!

Þannig er að mig vantar að fara í fyrstu skoðun og langar til að halda þessu leyndu aðeins lengur en þar sem ég bý úti á landi var ég að spá í hvar væri best að fá tíma í Reykjavík?

Kveðja, Ragnheiður.


Sæl og blessuð!

Ég myndi ráðleggja þér að fara í fyrstu skoðun til þeirrar ljósmóður og á þeirri heilsugæslustöð sem þú ætlar þér að vera í mæðraskoðunum því í fyrstu skoðun fer fram mikilvæg upplýsingasöfnun og fræðsla. Einnig er gott að mynda tengsl við ljósmóðurina í þessum tíma.

Starfsfólk á heilsugæslustöðvum er bundið þagnarskyldu og því ætti mæðraskoðun ekki að breyta þeim fyrirætlunum hjá þér að halda þessu leyndu dálítið lengur.

Vona að þetta gangi vel hjá þér.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. janúar 2008.