Spurt og svarað

16. apríl 2012

Gallstasi á meðgöngu

Góðan daginn!


Þegar ég var ólétt að fyrra barni mínu þá greindist ég með of háan gallstasa á 37. viku og var sett af stað í 38. viku. Meðgangan gekk mjög vel þangað til. Nú er ég komin rúmlega 10 vikur á leið með mitt annað barn og veit að líkurnar á því að ég fái þetta aftur eru nokkrar. Er eitthvað sem ég get gert til að koma í veg fyrir að fá þetta aftur?  Eitthvað í matarræðinu eða annað?


Takk fyrir góðan og upplýsandi vef.

 


Góðan dag!


Því miður veit ég ekki um neitt sem hægt er að gera til að forðast þetta nema það sem tengist kláða yfirleitt.  Það eru atriði eins og að drekka ekki kaffi eða heita drykki sem stuðla að víkkun æðakerfisins, vera í víðum fötum úr náttúrulegum efnum, forðast svitamyndun o.s.frv.


Gangi þér vel.


Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16.apríl 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.