Spurt og svarað

01. febrúar 2008

Gallsteinar á meðgöngu

Sælar og takk fyrir frábæra síðu!

Ég komst fyrir stuttu að því að ég væri þunguð (komin ca 6 vikur) en það stóð til að ég færi í aðgerð til þess að fjarlægja gallblöðru vegna gallsteina núna í lok mánaðar.  Er einhver áhætta af því að vera með gallsteina á meðgöngu?  Ég hef fengið þrjú "köst" og einu sinni þurft að fá morfín en tekst að halda þessu niðri með mjög fitulitlu mataræði og reglulegu en er auðvitað skíthrædd við að fá þetta núna.

Bestu þakkir


 Komdu sæl

Gallsteinar eru í raun ekki hættulegir fyrir barnið.  Það geta komið köst á meðgöngunni sem eru meðhöndluð svipað og þú þekkir. En í flestum tilfellum er reynt að fresta aðgerð þar til barnið er fætt. 

Ég ráðlegg þér að tala um þetta við lækninn þinn.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
1. febrúar 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.