Gallsteinar á meðgöngu

01.02.2008

Sælar og takk fyrir frábæra síðu!

Ég komst fyrir stuttu að því að ég væri þunguð (komin ca 6 vikur) en það stóð til að ég færi í aðgerð til þess að fjarlægja gallblöðru vegna gallsteina núna í lok mánaðar.  Er einhver áhætta af því að vera með gallsteina á meðgöngu?  Ég hef fengið þrjú "köst" og einu sinni þurft að fá morfín en tekst að halda þessu niðri með mjög fitulitlu mataræði og reglulegu en er auðvitað skíthrædd við að fá þetta núna.

Bestu þakkir


 Komdu sæl

Gallsteinar eru í raun ekki hættulegir fyrir barnið.  Það geta komið köst á meðgöngunni sem eru meðhöndluð svipað og þú þekkir. En í flestum tilfellum er reynt að fresta aðgerð þar til barnið er fætt. 

Ég ráðlegg þér að tala um þetta við lækninn þinn.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
1. febrúar 2008.