GBS og fæðing fyrir tímann

22.06.2010

Sælar!

Konur sem greinast með streptókokka B í leggöngum á meðgöngu fæða þær alltaf fyrir tímann? Eða hversu algengt er Það? Er líka hægt að ganga 40-42 vikur?


Sæl og blessuð!

Ef barnshafandi kona fær sýkingu af streptókokkum af tegund B eru auknar líkur á fyrirburafæðingu en þegar barnshafandi konur greinast með streptókokka af tegund B (án sýkingar) eru líkurnar ekki meiri. Það eru margar konur svokallaðir GBS berar, þ.e. greinast með streptókokka af tegund B en hafa ekki sýkingu. Sjá nánar í öðru svari hér á vefnum.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
22. júní 2010.