Getur maður farið í ristilspeglun á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar?

25.03.2008

Getur maður farið í ristilspeglun á fyrstu 12 vikum meðgöngunnar? Ef það er í lagi að fara í speglun, getur maður þá fengið lyfin sem gefin eru fyrir speglun? Ég þarf að fara í speglun og vantar smá upplýsingar áður en ég fer. Er svo hrædd um að ég fái ekki lyfin sem eru gefin sem eru einhvers konar kæruleysislyf og verkjalyf.

 


 

Sæl og blessuð!

Ég get því miður ekki svarað þessu. Vil benda þér á að ræða málið við þann lækni sem mun framkvæma speglunina eða þann lækni sem er að senda þig í speglunina. Það er bara mikilvægt að þú segir frá þunguninni.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. mars 2008.