Spurt og svarað

12. júní 2008

Getur snemmsónar komið af stað fósturláti?

Málið er að ég fór til kvensjúkdómalæknis í gær til að staðfesta þungun. Hún setti mig í snemmsónar og sá að ég var komin átta vikur, sá hjartslátt og sagði að allt liti eðlilega út. Um 20 mínútum eftir að ég labbaði þar út fékk ég verk í legið og það byrjaði að blæða rauðu,ég setti á mig bindi til að sjá hvort fóstrið kæmi niður, en það kom ekki svo að ég gæti séð. Var með það alla nóttina um morguninn minnkaði blæðingin og byrjaði að koma smá brúnt í bindið. Spurningin er því getur snemmsónarinn komið af stað fósturláti eða er þetta bara ótrúleg tilviljun. Er þetta örugglega fósturlát eða getur þetta verið blæðing frá leghálsi? Er víst með óvenju þröngan legháls. Hvað á ég að gera?

Með fyrirfram þökk og vona að þú getir svarað mér.


Sæl!

Snemmómun veldur ekki fósturláti, það er ekki farið inn í leg, ómhausinn er settur inn í leggöngin ekki leghálsinn. Það getur stundum blætt eftir leggangaskoðun ef slímhúðin í leggöngunum er viðkvæm en sjaldnast eftir ómhausinn. Þú ert líklegast með sár í leggöngunum sem þarf tíma til að gróa, ekkert sem þú getur gert annað en að fara ekki í heit böð, ekki lyfta þungu og fara varlega í kynlíf ef ennþá blæðir. Gangi þér vel.

Kveðja,

María Hreinsdóttir,
ljósmóðir, deildarstjóri - Fósturgreiningardeild LSH,
12. júní 2008.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.