Getur verið að ág sé með tvíbura?

04.06.2009

Sæl!

Ég er gengin 28 vikur og er alveg óvenjulega stór og mér finnst spörkin út um allt. Ég er sjálf svolítið búttuð. Getur verið að bæði börnin hafi ekki sést í sónar? Getur það komið fyrir? 


Sæl!

Það er harla ólíklegt að við höfum misst af tvíburum við 12 og 20 vikur. Það er lang líklegast að barnið liggi ofan grindar og þá eru hreyfingar um allt leg, ljósmóðir þín fylgjist með hæð legsins til að átta sig á vexti barnsins og ef hún finnur eitthvað óeðlilegt sendir hún þig í ómskoðun.

Kveðja og gangi þér vel,

María Jóna Hreinsdóttir,
ljósmóðir - deildarstjóri fósturgreinardeildar LSH,
4. júní 2009.