Spurt og svarað

15. júní 2007

Æðaslit á meðgöngu

Sæl
Ég er komin 26 vikur á leið og er farin að fá æðaslit á fæturna, það eru  svona litlar bláar og fjólubláar línur. Ég er ekki að meina húðslit. Ég hef tekið eftir þessu síðustu 3 vikur ca og komin með á lærið og kálfann. Tengist þetta meðgöngunni? Er eitthvað sem ég geri sem orsakar þetta?
Með fyrirfram þökk
ein ólétt


 

Meiri líkur eru á æðahnútum og æðasliti á meðgöngu en á öðrum tíma vegna breytinga sem verða í blóðrás, hormónabreytinga og þrýstings á stóru æðarnar niður í fætur.  Þú getur reynt að minnka þetta með því að nota stuðningssokkabuxur sem þú ættir að geta fengið í apótekum eða búðum eins og Móðurást og Þumalínu.  Þær koma þó ekki alveg í veg fyrir að þetta gerist.  Oftast gengur þetta svo til baka eftir að barnið er fætt.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. júní 2007.

Komdu sælSenda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.