Æðaslit á meðgöngu

15.06.2007

Sæl
Ég er komin 26 vikur á leið og er farin að fá æðaslit á fæturna, það eru  svona litlar bláar og fjólubláar línur. Ég er ekki að meina húðslit. Ég hef tekið eftir þessu síðustu 3 vikur ca og komin með á lærið og kálfann. Tengist þetta meðgöngunni? Er eitthvað sem ég geri sem orsakar þetta?
Með fyrirfram þökk
ein ólétt


 

Meiri líkur eru á æðahnútum og æðasliti á meðgöngu en á öðrum tíma vegna breytinga sem verða í blóðrás, hormónabreytinga og þrýstings á stóru æðarnar niður í fætur.  Þú getur reynt að minnka þetta með því að nota stuðningssokkabuxur sem þú ættir að geta fengið í apótekum eða búðum eins og Móðurást og Þumalínu.  Þær koma þó ekki alveg í veg fyrir að þetta gerist.  Oftast gengur þetta svo til baka eftir að barnið er fætt.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
15. júní 2007.

Komdu sæl