Græn útferð

09.12.2008

Halló:)

Ég vil þakka fyrir mjög góðan og vef og ég kíki hingað mjög oft. En þannig er mál með vexti að ég geng með mitt fyrsta barn og er komin 30 vikur og 5 daga, í gær þegar ég fór á klósettið tók ég eftir að það var svona græn útferð. Eins og grænt slím í nærbuxunum! Ég var að spá hvað þetta gæti verið?

 


 

 Sæl!

Græn útferð á meðgöngu getur verið merki um einhverskonar sýkingu til dæmis sveppasýkingu.  Ég mæli með að þú fáir lækni til þess að skoða þetta nánar.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. desember 2008.