Spurt og svarað

05. október 2007

Af hverju ekki graflax á meðgöngu?

Góðan dag!

Núna veit ég að ekki er mælt með að borðaður sé graflax á meðgöngunni. En mig langar að vita hver nákvæmlega ástæðan er. Er það út af magni kvikasilfurs eða er það eingöngu vegna hættu á matarsýkingu? Ef það er vegna sýkingarhættu langar mig að vita hvort það sé rétt hjá foreldrum mínum að allar bakteríur ættu að vera dauðar í laxi sem hefur verið geymdur í rúmlega 20 stiga frosti. Mamma mín gerir alltaf graflaxinn sinn sjálf og ávalt úr laxi sem hefur verið geymdur við þessi skilyrði því þá á allt að vera dautt í honum. Er það rétt?

Kveðja, ein graflaxasjúk.

 


 

Sæl og blessuð!

Við höfðum samband við Grím Ólafsson sem er sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar og hann hafði þetta um málið að segja:


„Aðal ástæða þess að barnshafandi konum er ráðlagat að borða ekki graflax eða kaldreyktan lax er hætta á Listeríu mengun. Listería er þekkt fyrir að geta valdi fósturláti. Listería er nokkuð frostþolin baktería og tryggir frostgeymsla ekki að laxinn sé laus við hana. Stórir ránfiskar geta einnig innihaldið kvikasilfur í nokkru magni þó held ég að það eigi frekar við um vatnafiska eins og stóran urriða. Hvort sem um er að ræða eldislax eða villtan lax, þá er þessi hætta fyrir hendi. Við mælum því með konur láti þessa vöru eiga sig á þessum viðkvæma tíma.“

Vonandi svarar þetta spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
5. október 2007.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.