Grænmetisæta

22.09.2010

Vil byrja á ða þakka ykkur fyrir frábæran vef !

Það sem er ég er annars að velta fyrir mér er að ég er grænmetisæta og er búin að vera það í tíu ár eða síðan ég var fjórtán ára. Hef alltaf tekið inn B12 vítamín og er að taka inn fjölvítamín fyrir konur með barni. Er eitthvað annað sem er mikilvægt að taka inn/borða á meðgöngunni? Ljósmóðirin mín hefur ekkert minnst á neitt en ég vil bara vera viss.

Takk fyrir


Komdu sæl.

Þú þarft aðallega að vera viss um að fá nóg af próteinum á meðgöngu auk vítamína sem þú ert að taka.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
22. september 2010.