Grátur á meðgöngu

29.10.2007

Hæ ég er komin 18 vikur og 5 daga. og síðustu viku er ég alltaf grátandi mér finnt allt svo erfitt.  Ég er 37 og geng með mitt 4 barn.  Ég man ekki eftir að hafa veirð svona áður. Mér finnst maðurinn minn ekki sína mér tillitsemi eða bara engan skilning börnin mín erfið og vinnan erfið en ég veit að þetta er ég en ekku þau en ég virðist ekki ráða við mig.  Get ég kennt óléttuni um eða er ég að vera biluð ?

ein mjög óörugg þessa dagana.


Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Það er leiðinlegt að heyra hvað þér líður illa en kannski er nú hægt að gera eitthvað í málunum.  Sennilega stafar þessi líðan af mörgum mismunandi þáttum eins og hormónabreytingum, þreytu og fleira.  Á sumun heilsugæslustöðvum starfa meðferðarteymi þar sem félagsráðgjafi eða sálfræðingur getur hjálpað konum í þessari stöðu.  Heimilislæknir getur líka kannski hjálpað þér eða ljósmóðirin þín sem getur stutt þig.  Það er oft gott að ræða málin við einhvern og fá þá hjálp sem þú þarft.  Innan heilsugæslunnar er líka starfandi hjúkrunarfræðingur kemur heim til kvenna sem líður illa á meðgöngu og ræðir málin við þær og hjálpar eftir bestu getu.

Ég ráðlegg þér eindregið að fara sem fyrst til ljósmóðurinnar þinnar og ræða þetta við hana og fá hjálp.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
29. oktober 2007.