Grillkjöt og grillsósur

31.03.2010

Góðan daginn!

Mig langaði að athuga hvort það sé í lagi að borða tilbúið kryddað grillkjöt og þessar tilbúnu grillsósur, þar sem sumarið er í nánd.

Takk fyrir.


Sæl og blessuð!

Já það er í góðu lagi að borða grillkjöt og grillsósur. Kjötið þarf auðvitað að vera vel eldað eins og annað kjöt.

Sumarkveðjur

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunafræðingur,
31. mars 2010.