Grindarbotnslóð á meðgöngu

25.01.2008

Sæl!

Mig langar að forvitnast um hvort það sé í lagi að nota grindarbotnslóð á meðgöngu. Ég er kominn 23 vikur á leið með mitt 3. barn og er með frekar slappa grindarbotnsvöðva. Ég keypti lóðin á Femin.is en þau kallast Aqua Flex. Ég þori ekki að byrja fyrr en ég veit að það sé í lagi að nota svona.

Með fyrirfram þökk.


Sæl og blessuð!

Konum er ráðlagt að nota ekki þessi lóð á meðgöngu samkvæmt upplýsingum sem ég fann á netinu. Það er hins vegar í góðu lagi að gera grindarbotnsæfingar.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. janúar 2008.