Spurt og svarað

28. júní 2009

Grindarbotnsþjálfi á meðgöngu

Sælar kæru ljósmæður.

Mig langar að vita hvort það sé ekki örugglega í lagi að nota grindarbotnsþjálfa á meðgöngu. Það er nefnilega orðið ansi erfitt að halda á móti þegar ég hósta og hnerra og ég óttast að þvagleki fari að há mér verulega ef ég geri ekki eitthvað í málunum strax. Ég er ekki að ná nógu góðum árangri með því að gera æfingarnar hjálparlaust og var ráðlagt að fá mér grindarbotnsþjálfa. Hvað segið þið, er það í lagi á meðgöngunni?

Bestu kveðjur, ein örvæntingarfull (sem langar ekki að fara að ganga með þvagbindi).


Sæl og blessuð!

Samkvæmt upplýsingum frá einum af framleiðendum þessara grindarbotnsþjálfa þá mæla þeir ekki með notkun þeirra á meðgöngu. Ég gæti trúað að það væri fyrst og fremst varúðarráðstöfun að þeirra hálfu en þeir nefna þó að þeir hafi áhyggjur af hreinlæti og að þeim gæti verið kennt um ef upp koma sýkingar eða fósturlát.

Ég get ekki séð neitt því til fyrirstöðu að nota þessa grindarbotnsþjálfa en að sjálfsögðu þarf að þvo þá vel eftir hverja æfingu.


Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
28. júní 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.