Grindargliðnun eða grindarlos?

16.09.2009

Góðan dag.

Hver er munurinn á grindarlosi og grindargliðnun?  Hvort er skárra? Gilda sömu reglur um hvað er gott/slæmt að gera við báðu?

Takk takk.Sæl!

Þessi tvö orð eru yfirleitt notuð um sama ástandið, þ.e. verki í mjaðmagrindinni á meðgöngu en það getur verið misjafnt hvernig heilbrigðisstarfsmenn skilgreina þessi orð. Því ættu ráðleggingarnar að eiga við bæði.

Grindarlos er eðlilegt ástand sem á sér stað á meðgöngu þegar hormón sem tengjast þunguninni fara að hafa áhrif á liðamót grindarinnar. Liðamótin eru þrjú, tveir spjaldliðir að aftan og lífbeinið að framan. Sumar konur finna fyrir verkjum tengt þessu ástandi, aðrar ekki. Hin eiginlega grindargliðnun er þegar grindarlosið er orðið slæmt í kringum lífbeinið og veldur konunni verkjum og óþægindum við hreyfingu.

Á ensku er Pelvic Girdle Pain (PGP) notað yfir þetta ástand.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Harpa Ósk Valgeirsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. september 2009.