Grindarlos og æfingar

13.09.2012

Ég er komin 21 viku og er farin að finna mikla verki í grindinni, aðallega neðarlega í grindinni, í lífbeininu og neðst í spjaldhryggnum. Ég er búin að biðja lækninn minn að útvega mér meðgöngubelti og er að bíða eftir því núna. En mig langar að vita hvers kyns æfingar eru góðar fyrir mig og hvaða æfingar ég ætti að forðast. Ég hef ekki stundað reglubundnar æfingar síðustu mánuði og var því ekki "í formi" áður en ég varð ófrísk.
Kveðja
Sæl!
Hér á vefnum er að finna mjög góða grein um grindarlos, hvað er hægt að gera
til að fyrirbyggja grindarverki, almenn meðferð við verkjum í baki og mjaðmagrind,  meðferð við verkjum í afturhluta mjaðmagrindar og meðferð við mjóbaksverkjum.
Vona að þetta komi þér að gagni.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. september 2012