Spurt og svarað

13. september 2012

Grindarlos og æfingar

Ég er komin 21 viku og er farin að finna mikla verki í grindinni, aðallega neðarlega í grindinni, í lífbeininu og neðst í spjaldhryggnum. Ég er búin að biðja lækninn minn að útvega mér meðgöngubelti og er að bíða eftir því núna. En mig langar að vita hvers kyns æfingar eru góðar fyrir mig og hvaða æfingar ég ætti að forðast. Ég hef ekki stundað reglubundnar æfingar síðustu mánuði og var því ekki "í formi" áður en ég varð ófrísk.
Kveðja
Sæl!
Hér á vefnum er að finna mjög góða grein um grindarlos, hvað er hægt að gera
til að fyrirbyggja grindarverki, almenn meðferð við verkjum í baki og mjaðmagrind,  meðferð við verkjum í afturhluta mjaðmagrindar og meðferð við mjóbaksverkjum.
Vona að þetta komi þér að gagni.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. september 2012
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.