Spurt og svarað

05. janúar 2015

Grindarverkir

Sæl.
Ég er komin rúmlega 30 vikur með fyrsta barn og vildi spyrja út í verki sem ég er með þar sem ég fæ engin svör fá ljósunni minni sama hvað ég minnist á þá. Er með rosalega verki í lífbeininu og beinunum í rassinum. Á erfitt með að standa upp og ganga fyrir verkjum. Flestar hreyfingar eru orðnar mjög erfiðar og er farin að ganga eins og gömul kona vegna óþæginda í grindinni. Gæti þetta verið grindagliðnun eða grindalos eða eitthvað slíkt?


Heil og sæl,
án þess að hafa skoðað þig mundi ég segja miðað við þessi einkenni að þú hefðir grindargliðnun. Hún kemur vegna hormónaáhrifa á meðgöngunni og fer ekki að lagast fyrr en barnið er fætt. Það er hægt að læra að lifa með þessu og hreyfa sig þannig að óþægindin og verkirnir verði skárri. Ég ráðlegg þér að ræða þetta við þína ljósmóður og fá hjá henni ráðleggingar um það hvernig sé best að haga sér til að finna sem minnst fyrir þessu.

Gangi þér vel og bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
05.01.2015
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.