Grindin og stigar

11.03.2015

Sæl, var mjög slæm af grindargliðnun á síðustu meðgöngu og er því mjög hrædd við að fá hana aftur. Er komin 16 vikur og ekki komin með neina verki, fann þó aðeins fyrir grindinni í síðustu viku. Var að velta fyrir mér hvort það hafi einhver fyrirbyggjandi áhrif að taka lyftu þegar hægt er? Þ.e. að sleppa stigum, hef alltaf heyrt að það sé gott að sleppa stigum (ef þess er kostur) ef maður fær grindargliðnun, en skiptir það einhverju máli áður en maður verður slæmur? Mbkv.


Komdu sæl, mestu máli skiptir að þú hreyfir þig eftir þeim leiðbeiningum sem þú fékkst síðast. Ég held að þér sé óhætt að ganga stiga meðan að þú hefur ekki nein einkenni. Held að þú fyrirbyggir ekki neitt með því að forðast stiga.  Ég ráðlegg þér að tala um þetta við ljósmóðurina þína í mæðravernd og rifja upp með henni hvernig best er að haga sér í sambandi við grindargliðnun.

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
11. mars 2015