Hægelduð nautalund

30.09.2013
Sælar.
Ég var að spá þar sem að ég veit að óléttar konur mega ekki borða blóðugt kjöt og það verður að vera „well done“, þá langaði mig að athuga hvort að nautalund sem er hægelduð í 5 klukkutíma sé í lagi? Því að hún er auðvitað ekki „well done“ og ég er ekki viss hvort að hún teljist til þess að vera blóðug því að við svona hægeldun þá lítur hún kannski út fyrir það en er í raun vegna þess að allur vökvinn er enn inní kjötinu.
Komdu sæl.
Það er rétt að barnshafandi konur þurfa að passa sig að kjöt og fiskur sem þær borða sé ekki hrátt. Það er í fínu lagi að borða nautakjöt á meðgöngu sem er „well done“.
Í þessum bæklingi http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=1934 kemur fram að hita þarf kjöt yfir 75°C. Nú veit ég ekki alveg hvaða hitastigi kjötið nær við hægeldun en auðvelt er að komast að því með því með kjöthitamæli.
Ég vona að þessar upplýsingar hjálpi.


Með kærri kveðju,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. september 2013.