Spurt og svarað

30. september 2013

Hægelduð nautalund

Sælar.
Ég var að spá þar sem að ég veit að óléttar konur mega ekki borða blóðugt kjöt og það verður að vera „well done“, þá langaði mig að athuga hvort að nautalund sem er hægelduð í 5 klukkutíma sé í lagi? Því að hún er auðvitað ekki „well done“ og ég er ekki viss hvort að hún teljist til þess að vera blóðug því að við svona hægeldun þá lítur hún kannski út fyrir það en er í raun vegna þess að allur vökvinn er enn inní kjötinu.
Komdu sæl.
Það er rétt að barnshafandi konur þurfa að passa sig að kjöt og fiskur sem þær borða sé ekki hrátt. Það er í fínu lagi að borða nautakjöt á meðgöngu sem er „well done“.
Í þessum bæklingi http://www.heilsugaeslan.is/?PageID=1934 kemur fram að hita þarf kjöt yfir 75°C. Nú veit ég ekki alveg hvaða hitastigi kjötið nær við hægeldun en auðvelt er að komast að því með því með kjöthitamæli.
Ég vona að þessar upplýsingar hjálpi.


Með kærri kveðju,
Súsanna Kristín Knútsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. september 2013.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.