Hætta á blóðtappa á meðgöngu

06.08.2008

Góðan daginn og takk fyrir frábæran vef

Ég er með eina spurningu og hef ekki fundið neitt efni um það á netinu. Ég fékk blóðtappa eftir mína fyrstu meðgöngu. Mig langar að vita hver áhættan er við aðra meðgöngu, nú hefur mér verið sagt að það sé töluverð áhætta á að fá aftur blóðtappa, en hversu mikil er sú áhætta?

Kveðja.


Sæl og blessuð!

Ég get ekki sagt þér hversu mikil áhættan er en mér finnst líklegt að þér verði ráðlagt að taka blóðþynningarlyf á næstu meðgöngu og eftir fæðingu. Þú ættir að ræða málið við lækni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
6. ágúst 2008.